Þetta er færslan sem Hersir „lækaði“ og kostaði hann ráð­gjafar­starfið

Hersir Sigur­geirs­son, dósent í fjár­málum við Há­skóla Ís­lands, sagði sig frá rann­sókn Ríkis­endur­skoðunar á banka­sölu Banka­sýslunnar í dag vegna þess að Banka­sýslan var ó­sátt með að hann hafi „lækað“ færslu sem lætur stór orð falla um fram­kvæmd sölunnar.

Sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsinser um að ræða færslu Marinós G. Njáls­sonar, fyrrum stjórnar­manns Hags­muna Heimilanna og eins helsta tals­manns þeirra á sínum tíma, þar sem sett er út á „klúður Banka­sýslunnar í út­boðinu“ og meinta til­raun við­skipta­miðilsins Inn­herja til að „fegra“ það.

Marínó birti færsluna 6. maí og óskaðir Ríkis­endur­skoðun eftir að­komu Hersis 11. apríl.

„Þarna er ekki eitt orð um af­slátt eða að slíkur af­sláttur sé for­senda út­boðsins. Það er heldur ekki talað um að hafna góðum til­boðum og taka lakari fram yfir. Ekki er heldur talað um að bjóða „hobbífjár­festum“ að taka þátt. Og loks er ekki talað um að hleypa að til­boðum sem eru svo lág, að þau ættu ein­fald­lega heima á markaði,“ segir í færslu Marínós.

Glæra sem Inn­herji birti úr téðri kynningu er gerð að sér­stöku um­tals­efni og segir Marinó hana stað­festa „að fram­kvæmdin var önnur en kynnt var. Auk þess segir glæran ekkert til um hvaða ferli sölu­aðilar áttu að nota við val á fag­fjár­festum, hvaða fjár­festar töldust hæfir fjár­festar eða hve lág til­boð voru á­sættan­leg.“ […] „Ef eitt­hvað er, þá sannar glæran að að­ferðin var illa kynnt, var illa skil­greind og bauð upp á það klúður sem varð.“

Á glærunni hafi auk þess ekkert komið fram um ferlið við val á fag­fjár­festum, hverjir teldust hæfir fjár­festar „eða hve lág til­boð voru á­sættan­leg.“.

Hér að neðan má sjá færslu Marínós.