Jón G Hringbrautjgh skrifar

„þetta er eins og með tómatsósu úr tómatsósuflösku; það kemur mikið af nýjungum vivaldi í einu á þessu ári“

26. febrúar 2020
16:14
Fréttir & pistlar

Norsk-íslenski vafrinn Vivaldi fagnar 5 ára afmæli sínu um þessar mundir en fimm ár eru síðan fyrsta útgáfa vafrans sett á markðinn. Nýjasta útgáfan var kynnt nýlega og þar eru margar nýjungar en vafrinn mælist núna afar vinsæll í öllum prófunum tæknirita. Stofnandi Vivaldi-vafrans, Jón von Tetchner, er bjartsýnn á að árið 2020 verði tímamótaár hjá Vivaldi; svo margar nýjunar eru í pípunum. Hann er gestur Jóns G. í kvöld og koma þeir víða við. Um þær væntanlegar nýjungar sem eru framundan kemur Jón von Tetchner með afar skemmtilega samlíkingu og segir að þetta sé eins og stundum vill verða með tómatsósu úr tómatsósuflösku: „Það kemur svo mikið úr flöskunni í einu,“ segir Jón von Tetzchner.

Þátturinn Viðskipti með Jóni G. er í kvöld kl. 20:30.