„Þess vegna eru enn fleiri stúlk­ur í hættu“

11. júlí 2020
09:20
Fréttir & pistlar

Pernille Fenger, yf­ir­maður Norður­landa­skrif­stofu Mann­fjölda­sjóðs Sam­einuðu þjóðanna (UN­FPA), segir COVID-19 hafa bitnað harðast á konum.

„Ógn­vekj­andi fyr­ir­sagn­ir um aukið kyn­bundið of­beldi vegna COVID-19 hafa sést um all­an heim, en það er aðeins eitt dæmi um að stúlk­ur og kon­ur hafa orðið hlut­falls­lega harðast úti í far­aldr­in­um,“ skrifar Fenger í grein í Morgunblaðinu í dag.

Á tímum útgöngubanns og skertrar þjónustu í ljósi kórónaveirufaraldursins hafa tilkynningar aukist gríðarlega mikið frá þolendum heimilisofbeldis. Konur víða um allan heim, þar á meðal hér á landi, hafa verið myrtar. Fangar heima hjá sér með gerandanum.

Fenger segir þetta bara eitt dæmi um hvernig kórónaveirufaraldurinn hefur áhrif á líf kvenna. Faraldurinn grafi einnig undan viðleitni til að uppræta umskurð stúlkna og barna hjónabönd.

Skertur aðgangur kvenna að getnaðarvörnum vegna útgöngubanns eða tómra verslana, eins og hefur sést í Bretlandi og Bandaríkjunum, eykur hættuna á óæskilegri þungun.

Þar að auki eru það konur sem hætta lífi sínu á víglínunni.

„Um all­an heim hafa umönn­un­ar­störf að miklu leyti fallið í hlut kvenna. Þau hafa lagst af aukn­um þunga á kon­ur því COVID-19 hef­ur haft í för með sér lok­un skóla og aukna umönn­un­arþörf aldraðra.

Fleiri kon­ur en karl­ar voru fyr­ir í óör­ugg­um störf­um og í óform­lega hag­kerf­inu við götu­sölu, í hús­hjálp og smá­bú­skap. COVID-19 hef­ur enn grafið und­an fjár­hag þeirra,“ skrifar Fenger og hvetur alla til að gefa hlutskipti kvenna og stúlkna í kjölfar COVID-19 gaum.

Pernille Fenger.