„Það var sam­koma hjá ís­lenskum ras­istum um helgina. Mér sýnist ég hafa verið á mat­seðlinum!“

Svo virðist vera sem mann­réttinda­bar­áttu­konan Sema Erla Serdar hafi verið á mat­seðlinum hjá ís­lenskum ras­istum um helgina. Frá þessu greinir Sema í Twitter færslu.

Þar deilir hún ýmsum um­mælum inni á Face­book færslu sem eru á Face­book hópi Ís­lensku Þjóð­fylkingarinnar. Stjórn­mála­flokkurinn var stofnaður 2016 og hefur í­trekað gerst sekur um út­lendinga­and­úð í mál­flutningi sínum.

Sema hefur verið ötul bar­áttu­kona fyrir réttindum hælis­leit­enda hér á landi síðustu ár og er meðal annars for­maður Solaris, hjálpar­sam­taka fyrir hælis­leit­endur. Í um­mælunum sem Sema deilir á hópnum er Sema meðal annars sögð úr­kynjuð.

„Stendur ekki með þjóðinni sem hún er fædd í,“ skrifar sá maður um Semu. Annar spyr hvort ekki sé hægt að svipta Semu ríkis­borgara­rétti. „Hún veldur ís­lensku þjóð­fé­lagi svo miklum hörmungum og kostnaði.“

Við­brögðin við deilingu Semu á um­mælunum láta ekki á sér standa. „Þetta er hrein­lega ó­geðs­legt,“ skrifar einn net­verja á Twitter.

Heiða Björg Hilmis­dóttir, vara­for­maður Sam­fylkingarinnar, segir ömur­legt að lesa um­mælin. „Þetta fólk er greini­lega mjög hrætt við þig.“