„Það þarf að benda Andrési á að það eru til lyf við flökur­leika“

„Jón er að fá menn með fjöl­breytta reynslu og ég skil ekki af hverju menn eru að gagn­rýna það. Menn geta haft ýmsar skoðanir í pólitík,“ segir Brynjar Níels­son nýr að­stoðar­maður nýs dóms­mála­ráð­herra Jóns Gunnars­sonar í sam­tali við Vísi.

„Ekki héldu þeir að hann myndi fá ein­hverja menn úr vinstri flokkunum til að að­stoða sig? Þeir hafa kannski reiknað með því, ég veit það ekki. En það þarf að benda Andrési á að það eru til lyf við flökur­leika,“ segir Brynjar við Vísi.

Þar er auð­vitað rætt tíst Andrésar Inga Pírata um Jón og Brynjar: „For­sætis­ráð­herra sagði í gær að bar­áttan gegn kyn­bundnu of­beldi og bætt staða brota­þola verði í for­gangi hjá ríkis­stjórninni. Þetta er teymið sem á að stýra bar­áttunni,“ skrifar Andrés Ingi og lætur ælu­bros­kalla fylgja.

Vísir spyr Brynjar hvers vegna hann sé kominn aftur á þing bak­dyra­megin, hvort mötu­neytið sé svona gott?

„Nei, það er það nú ekki en ein­hvers staðar verður maður að borða. En það var sem sagt óskað eftir þessu þá verður maður bara við því nema ein­hver fyrir­staða sé. Þetta er auð­vitað bara tíma­bundið.“