„Það er ekki bjóðandi að halda brjáluð partý langt fram eftir nóttu“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar við fólk að gæta stillingar en mikill erill var hjá lögreglunni í nótt. Minnt er á að þessi verslunarmannahelgi sé ekki eins og landsmenn eiga að venjast en líkt og áður hefur komið fram tóku hertar samkomutakmarkanir gildi síðastliðinn föstudag.

„Það er ekki bjóðandi að halda brjáluð partý langt fram eftir nóttu. Við höfum fengið fjölmargar kvartanir um það að fólk geti ekki fengið sinn nætursvefn út af samkvæmishávaða sem stendur oft á tíðum fram til morgun,“ segir í færslu lögreglunnar á Facebook. „Við höfum gert okkar besta í að stöðva hávaðasöm samkvæmi og munum halda því áfram.“

Sjá einnig: Reif upp bíl­hurðina og ógnaði manni hennar með hníf: „Ég hélt að svona gerðist bara í út­löndum“

Auk fjölda tilkynninga um samkvæmishávaða þurfti lögregla einnig að bregðast við vopnaðri ránstilraun, innbroti í grunnskóla, heimilisofbeldi og akstri undir áhrifum. Þá hrækti maður í annarlegu ástandi á þrjá lögregluþjóna og sparkaði í einn.

„Tökum tillit til hvors annars og elskum friðinn. Högum okkur vel það sem eftir er af helginni,“ segir að lokum í færslu lögreglunnar.

Það var erill á næturvaktinni hjá okkur í nótt. Við skorum á höfuðborgarbúa að gæta stillingar. Þessi...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 2, 2020