„Þá gengu konur ekki í buxum“

Fyrir skömmu lét Margrét D. Sigfúsdóttir af starfi skólastjóra Hússtjórnarskólans í Reykjavík eftir áralangt starf. Í ágætu samtali við Sigurð K. Kolbeinsson þáttastjórnanda rifjar Margrét margt upp á sínum lífsferli, m.a. þegar hún fór ung sem skiptinemi til Bandaríkjanna þaðan sem hún á enn góðar minningar. Á hennar barndómsárum tíðkaðist ekki að karlar þvægju þvotta né elduðu mat og hún var um tvítugt þegar hún sá konu fyrst ganga í buxum.

Hlaðvarpið Lífið er lag er hægt að nálgast á Spotify sem og flestum öðrum streymisveitum og einnig á heimasíðunni ferdaskrifstofaeldriborgara.is