Sýður á Sveini: „Hvað er verið að vernda?“

Sveinn Arnars­son, sér­fræðingur hjá skattinum og fyrr­verandi blaða­maður, hóf þráð á Twitter í dag þar sem hann setti út á skort á frelsi í kringum land­búnaðar­af­urðir. Það sem honum þykir skjóta hvað skökkustu við er sú stað­reynd að háir tollar séu settir á land­búnaðar­af­urðir sem ekki eru fram­leiddar hér á landi.

Sveinn byrjar á því að nefna kýpverskan Hall­oumi ost. „Þetta er Hall­oumi ostur frá Kýpur. Á hann eru settir bilaðir verndar­tollar við inn­flutning til Ís­lands. Það eitt og sér er á­huga­vert. En reiknum þetta að­eins út.“

Hefst þá reikningur. „Gefum okkur þá for­sendu að kíló­verðið af Hall­oumi osti þarna úti sé um 1.300kr. (Það er hægt að fá alla­vegana gæði og jarí jarí en 1.300 karl er alveg hægt að gefa sér í þessu reiknings­dæmi.),“ segir Sveinn.

Hann heldur á­fram: „Á­kveðum að við ætlum að flytja inn 100 kíló af þessum osti og að sendingar­kostnaðurinn sé í kringum 50 þúsund. Þá lítur reikni­dæmið svona út: Toll­flokkunin á þessum osti er 0406.9000 Annar ostur. Þá sjáum við að Tollurinn er um 150 þúsund og vsk. ofan á það um 36 þúsund krónur. (Eitt­hvað kostar síðan að sækja um leyfi Mat­væla­stofnunar).“

„Kostnaðurinn við vöruna sjálfa er minni en við tolla og vsk. Þar með er næstum sjálf­hætt að flytja inn vöruna til sölu því þú nærð aldrei neinum á­góða í neinu mæli,“ segir Sveinn og heldur á­fram: „Það á­huga­verða er að þessi ostur er að mestu unninn úr geita- og ær­mjólk. Ég hringdi í MS um daginn til að for­vitnast hversu mörg kíló af ostum væru fram­leiddir hjá þeim úr geita- og eða ær­mjólk. Svarið kom mér ekki á á ó­vart ( 0 kg).“

Þar með líkur hann reiknikúnstunum og upp­lýsinga­gjöfinni og kastar því næst fram spurningu: „Hvað er verið að vernda og af hverju er svimandi tollur á vöru sem er ekki fram­leidd hér á landi ?“ spyr Sveinn.

Undir lok þráðarins beinir hann spjótum sínum að ríkis­stjórnar­flokkunum þremur, Fram­sókn, Vinstri grænum og Sjálf­stæðis­flokki. Auk þess merkir hann einn ráð­herra í hverjum flokki, Sigurð Inga Jóhanns­son, Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur og Svan­dísi Svavars­dóttur. Hann krefst skýrra svara og skjótra við­bragða.