Svona notar Jóhannes Haukur tíðahring konunnar sinnar: „Klikkar ekki“

Það getur verið flókið fyrir upptekið fólk að muna eftir öllum heimilsverkunum. Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur ljóstrað upp á Twitter hvað hann notar til að muna til að halda plöntunum sínum á lífi, segir hann þetta sannkallað „Life hack“ eða „lífslykil“.

„Er með plöntur sem þurfa vökvun bara á ca. mánaðarfresti. Nota tíðarhring frúarinnar sem reminder. Klikkar ekki,“ segir hann.

„Og ef það klikkar eru plönturnar það síðasta sem ég hef áhyggjur af.“