Svona lána­til­boð fékk Ole Anton í Þýska­landi: Ó­trú­legur vaxta­munur

Ole Anton Bielt­vedt barst á dögunum þýskt fjár­mögnunar­til­boð þar sem árs­vextir voru 0,68 prósent. Til saman­burðar væru árs­vextir hér á landi frá 7,14 prósent hjá Ís­lands­banka og upp í 8,4 prósent hjá Lands­bankanum.

Þetta kemur fram í að­sendri grein Ole sem birtist í Frétta­blaðinu í dag.Þar greinir hann frá því að hann hafi starfað um ára­bil í Þýska­landi og fái því enn slík til­boð þaðan.

Hann út­skýrir að lánið yrði til sjö ára og væri þá mánaðar­leg af­borgun með vöxtum 329,21 evra (49.500 kr.). Heildar­endur­greiðsla lánsins yrði þannig 27.670,44 evrur.

„Sem sagt; lán upp á 27.000 evrur, sem dreift yrði yfir 7 ára endur­greiðslu­tíma­bil, væri að fullu endur­greitt með 27.670,44 evrum. Þannig kostaði það að­eins 670,44 evrur (100.000 kr.) að hafa og nýta sér 27.000 evrur (4.000.000 kr.) yfir þetta ára­bil,“ skrifar Ole.

Hann segir ár­legan sparnað við evrópskt lán miðað við ís­lenskt lán vera 288.800 krónur. „Og, lág­vaxta­stefnan, sem evran tryggir, er í þágu þeirra, sem minna eiga og þurfa að fjár­magna sitt líf – íbúð, bíl eða annað – með lánum. Á kostnað þeirra, sem fjár­magnið eiga. Stór­fellt jafn­réttis­mál!“

Skilur ekki hvers vegna kjós­endur sjá ekki í gegnum króna

Ole segist ekkert skilja hvers vegna al­menningur sjái ekki í gegnum ó­stöðug­leika og kostnað krónunnar. Bendir hann á ótal smá­þjóðir sem nýti evruna.

„Danir og Fær­eyingar hafa svo evruna með ó­beinum hætti, eða dul­búna sem danska krónu og fær­eyska krónu, en með bein­tengingu við svo­kallaðan ERM2-mekan­isma ESB fá þessir gjald­miðlar styrk evrunnar, án þess að heita evra. Það sama gildir í megin­at­riðum um búlgarskt lev og kuna í Króatíu,“ segir Ole.

„Með því að stuðla að auknum styrk eða veikingu krónunnar, er hægt að færa mikla fjár­muni milli manna; ein­stak­linga, fyrir­tækja og at­vinnu­vega, án þess, að al­menningur hafi nokkuð um það að segja.

Þannig geta mis­vitrir og mis­heiðar­legir stjórn­mála­menn, aukið eða minnkað tekjur og út­gjöld, eignir og skuldir, manna, með af­leiðingum fyrir alla, án þess að al­menningur komi þar nokkuð að.

Seðla­banki getur líka keyrt gengi krónunnar upp og niður með sömu af­leiðingum, án þess, að þeir, sem því stýra, séu kjörnir full­trúar.

Þannig er mér fyrir­munað að skilja, að al­menningur – kjós­endur í landinu – skuli ekki hafa fyrir löngu séð í gegnum þetta spillta valda­kerfi og tekið af skarið; farið í stöðug­leikann, öryggið og þá lág­vexti, sem evra ein getur tryggt!?“