Svona kældi Ragnar sig niður eftir að hafa hlotið gagnrýni fyrir umdeild ummæli sín

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir ummæli sem hann lét falla í kvöldfréttum RÚV í kvöld en þar lýsti hann yfir vantrausti á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, varaformann stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE).

Tilefnið var nýafstaðið hlutafjárútboð Icelandair Group en stjórn sjóðsins klofnaði í afstöðu sinni til þátttöku í útboðinu.

Að endingu lét stjórn LIVE það vera að kaupa nýtt hlutafé í flugfélaginu en Guðrún var hluti af þeim hópi stjórnarmanna sem var ósammála þeirri niðurstöðu.

Guðrún sagði við Fréttablaðið fyrir helgi að hún furðaði sig á afstöðu fulltrúa launþega í stjórn sjóðsins að taka ekki þátt í útboðinu. Ragnar Þór gagnrýndi Guðrúnu í pistli í dag vegna ummælanna sem hann segir óvægin.

Rætt var við þau bæði í kvöldfréttum RÚV og áréttaði Ragnar þá afstöðu sína að hann vantreysti Guðrúnu til setu í stjórn lífeyrissjóðsins.

„Ég held að Guðrún Hafsteinsdóttir ætti að snúa sér að því sem hún gerir best, og það er að framleiða ís,“ sagði Ragnar þá, en Guðrún og fjölskylda hennar eru eigendur Kjöríss.

Hafa umrædd ummæli Ragnars víða hlotið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem sumir segja þau bera vott af kvenfyrirlitningu.

Formaður VR sagði í kvöldfréttum að Guðrún Hafsteinsdóttir fv formaður Samtaka iðnaðarins og varaformaður LIVE eigi að...

Posted by Björn Ingi Hrafnsson on Wednesday, September 23, 2020

Fljótlega eftir kvöldfréttir deildi Ragnar svo ljósmynd af sér með vænan ís í hendi og varð Kjörís að sjálfsögðu fyrir valinu.

„Og auðvitað endar dagurinn á ísbíltúr.“

Ekki liggur fyrir að hvort Guðrún hyggist koma við í hjólreiðaversluninni Erninum þar sem Ragnar gegndi starfi sölustjóra áður en hann settist í formannsstól VR.

Og auðvitað endar dagurinn á ísbíltúr.

Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Wednesday, September 23, 2020