Svona eru sund­laugarnar þegar þær eru lokaðar

Ó­hætt er að full­yrða að Steinar Þór Ólafs­son hafi birt á­huga­vert mynd­band á Youtu­be í gær en þar heim­sækir hann helstu sund­laugar höfuð­borgar­svæðisins sem nú um mundir eru lokaðar vegna hertra sam­komu­tak­markana.

Enginn ætti að láta þetta á­huga­verða mynd­skeið fram hjá sér fara sem sjá má neðst í fréttinni.Mbl.is hefur eftir Steinari að hann hafi séð kjörið tæki­færi í því að fanga ein­staka stemningu sund­lauganna nú þegar þær eru lokaðar.

Hann segir að sig hafi langað til að gera þetta lengi. Venju­lega séu fá tæki­færi til að taka slíkt mynd­efni upp, enda laugarnar alla­jafna sneisa­fullar af gestum. „Og maður vill kannski ekki vera með drónann í sund­laug þegar fullt af fólki er þar,“ segir hann léttur.