Sveinn fór í klippingu og setti upp grímu: Áttaði sig síðar á því af hverju það var svona erfitt að anda

Sveinn H. Guð­mars­son, fyrr­verandi frétta­maður og upp­lýsinga­full­trúi hjá utan­ríkis­ráðu­neytinu, segir frá spaugi­legu at­viki á Twitter-síðu sinni sem gerðist í morgun.

Sveinn segir að hann hafi skellt sér í klippingu og sett upp and­lits­grímu í fyrsta sinn. Eitt­hvað fannst honum gríman þó ó­þægi­leg og hún hefta öndunina full­mikið, eins og hann orðar það.

„Hár­greiðslu­konan benti mér þá á að ég væri með þrjár grímur fyrir and­litinu en ekki eina. #co­vid­lífið,“ segir Sveinn í færslunni.

Eins og kunnugt er þarf nú að nota and­lits­grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð milli ó­tengdra ein­stak­linga. Þetta á til dæmis við um hár­greiðslu­stofur og nudd­stofur svo dæmi séu tekin.