Sveinn Andri lætur kirkjuna heyra það: „Gríðar­leg tíma­skekkja“

Hæsta­réttar­lög­maðurinn Sveinn Andri Sveins­son, er allt annað en sáttur með þá stað­reynd að hér á landi sé rekin ríkis­kirkja sem er fjár­mögnuð af skatt­féi lands­manna. Þetta kemur fram í færslu hans á Face­book er hann deilir frétt RÚV um að kirkju­þing sé sett í skugga hag­ræðingar­kröfu.

„Gríðar­leg tíma­skekkja þessi ríkis­kirkja. Hafi fólk ein­hverja þörf á því að til­biðja í­myndaðan vin, þá er það bara þeirra mál,“ skrifar Sveinn Andri.

„Slík til­beiðsla á hins vegar að vera í höndum sjálf­stæðra safnaða sem hvorki ríki né sveitar­fé­lög hafa af­skipti af. Það er lág­marks­krafa á 21. öld að full­kominn að­skilnaður ríkis og kirkju eigi sér stað. Þangað til ríkir ekki trú­frelsi í landinu,“ skrifar hann enn fremur.

Í frétt RÚV segir að fjöl­mörg mál liggja fyrir á kirkju­þinginu meðal annars hag­ræðingar­til­laga sem felur í sér að fækka prestum kirkjunnar á lands­byggðinni um tíu og hálft stöðu­gildi og draga úr sér­þjónustu presta. Á sama tíma verði stöðu­gildum fjölgað á suð­vestur­horninu.

Kirkjan hefur verið rekin með halla og gengur til­lagan út frá því að miðað við tekjur hennar þurfi að fækka stöðu­gildum úr 145 í um 135.