Svarar fyrir umdeild ummæli: „Nú, hinn maðurinn lenti í steininum af því að hann var að slást og selja dóp hérna á Spáni“

Eins og greint var frá um daginn er Svala Björgvins komin með nýjan kærasta, hinn unga Alexander Alexandersson. Það er óhætt að segja að íslensk kommentakerfi hafi sprungið við fréttirnar, en eins og Fréttablaðið greindi frá sá Svala sig knúna til þess að svara að minnsta kosti einni at­huga­semd sem henni þótti ó­við­eig­andi.

Face­book notandi skrifaði at­huga­semdina: „Vonandi ekki annar dóp­sali, en það er þó alltaf betra að fá dópið frítt.“

Þá svarar Svala pent: „Elsku þú. Rosa­lega ertu ó­við­eig­andi! Ég hef aldrei á ævi minni tekið eitur­lyf og ég drekk ekki einu sinni á­fengi, vonandi líður þér vel að tala svona um per­sónu sem þú þekkir ekki neitt. Sendi þér faðm­lag því þú þarft greini­lega á því að halda.“

Nú hefur Facebook notandinn svarað fyrir ummælin sín, en Mannlíf greindi frá því í liðnum sínum „Kommentin krufin“.

„Nú, hinn maðurinn lenti í steininum af því að hann var að slást og selja dóp hérna á Spáni, eftir því sem ég best veit,“ segir notandinn aðspurð af blaðamanni Mannlífs um ummæli sem hún skildi eftir á kommentakerfinu.

„Tékkarðu á öllum hinum athugasemdunum líka?“ spyr notandinn. „Ég bara sagði þetta og ég hef ekkert meira um það að segja, sorrí.“

Notandinn segist standa við ummælin, en vonar að strákurinn sé ekki annar dópsali. Notandinn finnst athugasemdin ekki óviðeigandi.

„Nei, en ef hún vill misskilja hana þá er henni það velkomið. Það kemur mér ekkert við hvernig þið lesið út úr því sem ég skrifa. Ekki meira heldur en hvað þið hafið áhyggjur af því hvernig fólk les fréttirnar ykkar. Vonandi er þetta ekki annar dópsali. Hvað er að þér? Af hverju ætti ég að meina eitthvað annað en stendur þarna?“

Frétt Mannlíf má sjá hér.

Fleiri fréttir