Svalandi sumardrykkur sem tekur bragðlaukana á flug

Það er um að gera að njóta um verslunarmannahelgina í góðra vina hópi og prófa nýja sumarkokteila og leika sér með brögð. Hér kemur Frozé kokteill með skemmtilegri útfærslu fyrir þá sem elska lakkrís og jarðarber í bland úr smiðju Berglindar Hreiðars köku- og matarbloggara með meiru sem er iðin að prófa ný brögð og bjóða bragðlaukunum uppá nýjar upplifanir. Þessi blanda er tilvalin fyrir þá sem elska lakkrís og jarðaber, það má segja að þessi sé fullkomin fyrir lakkrísaðdáendur. Þessi drykkur er svalandi og sumarlegur og á vel við sumarblíðunni sem leikur við landsmenn þessa dagana. „Ég mæli með því að þið prófið þennan sumarlega drykk á komandi sólardögum,“segir Berglind sem segir að lakkrís og jarðaber sé ein uppáhalds blanda sín.

Froze-3-683x1024.jpg

Frozé

Í 2 glös

150 ml Muga rósavín

350 g klakar

100 g jarðarber

Smá sýróp

Mulinn Tyrkisk Peber brjóstsykur

  1. Dýfið glasbrúninni í sýróp og því næst í mulinn brjóstsykur.
  2. Setjið rósavín, klaka og jarðarber í blandarann og blandið þar til krap myndast.
  3. Skiptið niður í glösin og njótið.
Froze-8-683x1024.jpg

Hægt er að fylgjast með blogginu hennar Berglindar á síðunni hennar Gotteri og gersemar.