Svaf hjá spænsku­kennaranum

Dagur 201

Þessa dagana er ég smælandi framan í heiminn eins og enginn sé morgun­dagurinn. Ekki er það samt vegna Cor­ona­vírussins sem elskar Ís­lendinga, fremur vegna náinna sam­skipta við ó­nefndan spænsku­kennara sem birtist við dyrnar hjá mér fyrir nokkru síðan og hefur vart yfir­gefið mig eftir það.

Þið verðið að lofa að segja engum frá lesbíunni sem býr innra með mér. Það er nefni­lega leyndó því ég ekki komin út úr skápnum. Nýja sam­býlis­konan á við sömu vanda­mál að stríða. Hún er líka í skápnum og kaþólsk að auki. Eftir að móðir hennar lést árið 2018 hætti hún að þykjast hafa á­huga fyrir karl­mönnum og flutti frá Vestur­heimi til Tenerife þar sem systir hennar býr auk þess sem önnur systir býr á La Palma, eyjunni í norð­vestri frá Tenerife.

Nýja sam­býlis­konan hefur tekið að sér það merki­lega hlut­verk að kenna mér spænsku og ég geri mitt besta að launa henni á þann hátt sem ekki er til um­ræðu á Face­book. Á­stæða spænsku­kennslunnar kemur til af góðu. Hún talar nánast ekkert í ensku og enn minna í ís­lensku og ég tala enn enga spænsku. Sam­skiptin okkar á milli fara fram með hjálp Gogga translate og síðan tákn­máli sem ekki er hægt að mis­skilja.

Spænsku­kennarinn minn býr yfir mörgum góðum og slæmum kostum. Hún elskar að elda góðan mat, en er með of­næmi fyrir fiski og er það slæmur galli. Hún kann að skamma Herra Grinch á máli sem mér er ó­mögu­legt að skilja og það er eins gott að ég hlýði henni því annars má ég búast við að verða rass­skellt. Hún er samt ekkert lík eigin­konu kokksins á kútter frá Sandi sem Ragnar Bjarna­son söng svo fagur­lega um á sjöunda ára­tug síðustu aldar.

Ef þið viljið kenna ein­hverri um hvernig komið er fyrir mér, þá bendi ég á Lilju, mína ást­kæru systur sem braut niður alla varnar­múra sem ég hafði byggt í kringum mig í ára­tugi á þeim fáu vikum sem hún dvaldi hjá mér í haust sem leið.

Takk Lilja mín.