Sumarsæla Telmu og Lemon slær í gegn

Nýir, sumarlegir og ferskir Sælkerasjeikar hafa litið dagsins ljós á Lemon og þegar farnir að slá í gegn. Þetta eru fjórir próteinsjeikar hver öðrum bragðbetri, sumarlegri og fádæma góðir fyrir heilsuna. Þeir kallast Pink Magic, Home Run, Happy Time og Call me Crazy og eru allir stútfullir af fersku, fyrsta flokks hráefni frá Lemon og próteini frá Bætiefnabúllunni. Allir eru sjeikarnir macros vænir fyrir þá sem vilja telja kolvetni, prótein og fitu.

Mantran að bjóða ferskan og safaríkan mat

„Það er loksins komið sumar og lífið er sætt og gott. Þannig á það líka að vera og eftir langan vetur eigum við skilið að eiga sólríkar og sælar stundir. Það er einfaldlega bráðnauðsynlegt fyrir bæði líkama og sál sem er einmitt það sem við á Lemon hugum að á hverjum degi. Mantran okkar er að bjóða ferskan og safaríkan mat, úr besta mögulega hráefni, fyrir þá sem vilja huga að heilsunni og njóta þess besta sem lífið hefur að bjóða,“segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon í tilefni fersku nýjungana sem þau hafa unnið í samstarfi við Telmu Matthíasdóttur eiganda Bætiefnabúllunnar og fitubrennsla.is. „Til þess að standa við stóru orðin og fylgja viðskiptavinum okkar inn í sumarið leituðum við til sólargeislans Telmu í leit að sumarlegum og spennandi nýjungum.“

Fær þá orku og næringu sem hún þarf á Lemon

Telma hefur lengi verið á meðal vinsælustu einkaþjálfara landsins og unnið markvisst að því að bæta líf og heilsu landsmanna. Aðspurð segir hún að það hafi aldrei verið spurning um að taka þátt í þessu sumarlega verkefni með Lemon. „Á Lemon fæ ég þá orku og næringu sem ég þarf fyrir líkamann. Auk þess er ég dugleg að sækja þangað mat fyrir starfsfólk Bætiefnabúllunnar því góð næring gefur ekki bara góða orku heldur bætir hún alla starfsemi líkamans og lífið.“

Það er því tilvalið að koma við á Lemon í sumar, hvort sem er eftir æfinguna, í hádeginu eða á rúntinum, njóta þess bragðbesta og hollasta sem sumarið hefur að bjóða og gera vel við líkama og sál.

*Kynning