Súkkulaði og humar fyrir ástríðufulla matgæðinga

Reykholti á Suðurlandi er eitt blómlegasta garðyrkjuþorp landsins. Þar er að finna stórar garðyrkjustöðvar sem rækta grænmeti, blóm, ber og runna sem og veitingastaðinn Mika sem lætur lítið fyrir sér fara en þar má finna einstaka matargerð, til að mynda humar og súkkulaði sem mætast með óvæntri útkomu og er hrein sælkeraferð fyrir bragðlaukana. Sjöfn Þórðar heimsækir eigendur staðarins, Michał og eiginkonu hans Bożenu Józefik og fær innsýn inn í matargerð þeirra sem hefur vakið mikla eftirtekt matargesta.

M&H Mika húsið 1.jpeg

Þau töfra fram dýrindis rétti sem erfitt er fyrir sælkera að standast. Matseðillinn er fjölbreyttur og býður uppá ótrúlega marga spennandi rétti til að smakka á sem koma bragðlaukunum á flug. Auk þess sem þau útbúa handgert listilega fallegt konfekt sem er sannarlega þess virði að njóta. „Við leggjum mikið upp úr ferskleika og erum í góðu samstarfi við bændur í nærumhverfinu. Hér er flest allt lagað frá grunni hvort sem það er brauð eða sósur. Einnig sérhæfum við okkur í súkkulaði, konfektgerð og humarréttum,“segir Michal.

M&H Humarsalatið með hvítsúkkulaði chili sósu Mika 2.jpeg

Humarsalat með steiktum humri blönduðu grænmeti og hvítsúkkulaði chili-sósu sem bræðir sælkerahjörtu.

Stórfjölskyldan elti og flutti til Íslands

Sjöfn fær einnig að heyra sögu þeirra hjóna, Mika og Bozenu sem koma frá Póllandi, um tilveru veitingarstaðarins og hvernig þetta allt byrjaði. Mika og Bozenu hafa mikla ástríðu fyrir því sem þau er að gera og líður hvergi betur en á Íslandi. „Mika er fjölskyldufyrirtæki og hér ríkir sannkölluð fjölskyldustemmning þar sem allir frá ömmu Józefik niður í börn og ungmenni hjálpast við að gera staðinn að því sem hann er,“segir Bozenu og tekur jafnframt fram að fjölskyldur þeirra hafi flutt búferlum og flutt til Íslands því samfélagið á Flúðum og í Reykholti hafi heillað. „Hér viljum við vera og njótum þess að reka veitingastaðinn okkar Mika.“

Meira um sögu þeirra hjóna og ástríðuna í matagerðinni á Mika í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

M&H Mika 3.jpeg