Styrmir: Sjálf­stæðis­flokknum refsað ef Ís­lands­banki verður seldur?

Styrmir Gunnars­son, fyrr­verandi rit­stjóri Morgun­blaðsins og á­hrifa­maður í Sjálf­stæðis­flokknum til margra ára, segir að það gæti reynst Sjálf­stæðis­floknum hættu­legt að selja Ís­lands­banka á þessum tíma­punkti.

Styrmir skrifar um þetta á blogg­síðu sína og bendir á að tæpir tveir ára­tugir séu liðnir frá einka­væðingu bankanna sem hafði al­var­legri af­leiðingar en nokkurn gat órað fyrir á þeim tíma.

„Þess vegna er ekki ó­eðli­legt að það gæti efa­semda nú þegar um­ræður eru hafnar um nýja einka­væðingu. Þær efa­semdir snúast fyrst og fremst um það, hvort nægi­legar breytingar hafi verið gerðar á laga­um­hverfi bankanna til að koma í veg fyrir, að leikurinn verði endur­tekinn,“ segir Styrmir.

For­ystu­menn ríkis­stjórnar­flokkanna hafa lýst því yfir að nú sé rétti tíma­punkturinn til að selja bankann og gæti það jafn­vel gerst í sumar. Gengið verður til Al­þingis­kosninga í septem­ber næst­komandi og hefur Sjálf­stæðis­flokkurinn mælst stærstur í skoðana­könnunum að undan­förnu.

Styrmir segir að velta megi því fyrir sér hvort fyrir­huguð sala á hlut ríkisins í Ís­lands­banka geti verið pólitískt hættu­spil og þá sér­stak­lega fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn.

„Vegna for­ystu flokksins fyrir einka­væðingu bankanna á sínum tíma má finna á meðal fólks efa­semdir um að flokknum sé treystandi fyrir því, að hafa for­ystu um einka­væðingu banka á nýjan leik. Og í ljósi þess, að þing­kosningar eru í septem­ber er nokkuð ljóst að slíkar efa­semdir geta orðið ó­þægi­legur þáttur í kosninga­bar­áttunni, jafn­vel þótt salan hafi þá þegar farið fram. Það getur snúizt um það hverjir hafi orðið stærstu kaup­endur og á hvaða verði hlutur í bankanum hafi verið seldur,“ segir Styrmir sem spyr að lokum:

„Ætli þessi þáttur málsins hafi komið til um­ræðu í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokksins?“