Styrmir gefur hvorki Trump né Biden háa ein­kunn

„Af ein­hverjum á­stæðum er orðið lítið um al­vöru pólitíska leið­toga vestan hafs,“ segir Styrmir Gunnars­son, fyrr­verandi rit­stjóri Morgun­blaðsins.

Styrmir gerir kapp­ræður Donalds Trump Banda­ríkja­for­seta og fram­bjóðanda Repúblikana og Joe Biden, fram­bjóðanda Demó­krata, að um­tals­efni á blogg­síðu sinni, en þær fóru fram í nótt að ís­lenskum tíma.

Styrmir segir að kapp­ræðurnar hafi verið á lágu plani. Þó hafði verið komið í veg fyrir sí­felld frammí­köll for­setans með tækni­legum að­gerðum. Var hljóð­neminn tekinn úr sam­bandi þegar hinn hafði orðið.

„En efnis­lega kom lítið sem ekkert út úr þessum um­ræðum,“ segir Styrmir og bætir við að Donald Trump sé greini­lega í varnar­stöðu þegar kemur að við­brögðum hans við veirunni og eigin skatt­greiðslum. Senni­lega eigi það mestan þátt í veikri stöðu hans í skoðana­könnunum.

„Sjálfur virðist hann þrífast mest á "kjafta­sögum" um son and­stæðings síns. Þeir sem kunna að hafa gert sér ein­hverjar vonir um um­ræður um stöðu Banda­ríkjanna sem hins leiðandi stór­veldis á heims­vísu og hinn nýja keppi­naut á því sviði, þ.e. Kína, urðu fyrir von­brigðum.“

Mynd/Getty Images