Styrmir: Brott­hvarf Rósu gæti haft víð­tækar pólitískar af­leiðingar

18. september 2020
18:00
Fréttir & pistlar

Styrmir Gunnars­son, fyrr­verandi rit­stjóri Morgun­blaðsins, segir að úr­sögn Rósu Bjarkar Brynjólfs­dóttur úr þing­flokki VG gæti haft víð­tækar pólitískar af­leiðingar – þó for­ystu­sveit VG hafi tekið úr­sögninni með stillingu og talið hana fyrir­sjáan­lega.

Þetta segir Styrmir í pistli á heima­síðu sinni. Rósa Björk sagði skilið við þing­flokk VG í gær en á­stæðan er brott­vísun egypsku barna­fjöl­skyldunnar sem beið í tvö ár eftir úr­lausn sinna mála.

„Telja má lík­legt að hljóm­grunnur sé meðal bæði ein­hverra flokks­manna en ekki síður al­mennra kjós­enda VG fyrir þeim sjónar­miðum, sem Rósa Björk setti fram í gær vegna úr­sagnar sinnar og varða með­ferð á málum hælis­leit­enda hér,“ segir Styrmir sem vísar einnig í frétt Frétta­blaðsins í dag þess efnis að í undir­búningi kunni að vera stofnun nýrrar stjórn­mála­hreyfingar um­hverfis­sinna.

„Það er þess vegna lík­legra en hitt að VG stefni í pólitískan ólgu­sjó á næstu mánuðum í að­draganda þing­kosninga að ári liðnu,“ segir Styrmir.

Hann segir að það geti svo aftur skapað óróa í stjórnar­sam­starfinu, sem vís­bendingar eru um að sé að verða til. „Þá er átt við að Fram­sóknar­flokkurinn kunni nú, eins og stundum áður, verið byrjaður að horfa til vinstri, þegar kemur að stjórnar­myndun eftir kosningar.“

Styrmir segir að lokum að spenna innan Sam­fylkingar, sem aug­ljós­lega tengist á­tökum um fram­tíðar­for­ystu flokksins, og órói innan VG, gætu bent til ein­hvers upp­náms á vinstri kantinum sem getur haft af­leiðingar.