Hringbraut skrifar

Stúlkurnar sem örkumluðu Guðrúnu Jónu: Önnur látin – Hin grætur sig í svefn: „Ég mun aldrei hætta að refsa mér fyrir þetta.“

2. mars 2020
09:47
Fréttir & pistlar

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði í samtali við RÚV á dögunum að hópárás sem átti sér stað í Kópavogi, þar sem 14 ára unglingur var beittur hrottalegu ofbeldi, gæti haft alvarlegar afleiðingar. Sagði Jón að dæmi væri um dauðsföll eftir slíkar árásir. Slíkt ofbeldi hefur ekki aðeins alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, hópárásir geta einnig rústað lífi þeirra sem ofbeldinu beita. Hrikaleg frásögn um slíkt má finna neðar í þessari umfjöllun en einn gerandinn grætur sig í svefn á hverri nóttu. Annar gerandi svipti sig lífi.

„Það ætlar sé enginn að valda einhverjum dauða eða örkumla,“ sagði Jón Magnús á RÚV. Það er í raun hverju orði sannara, því bæði eru dæmi um það hér á landi að fólk hafi látist og örkumlast við slíkar árásir. Í helgarblaði DV eru rifjað upp mál þar sem unglingar eða börn hópast saman og ráðast á einn.  

gudrun-jona-1.jpg

Árið er 1970, október – Ráðist á 10 ára dreng úr Keflavík. Árásarpiltarnir voru jafnaldrar hans og voru þrír. Var þolandinn stunginn með hníf og hlaut alvarlega áverka í kviðarholi og lágu iðrin úti. Hann gekkst undir aðgerð á Borgarspítalanum og þurfti að gera að sárum í lifur og á maga.

Árið er 2009 – Fimmtán ára stúlka tæld upp í bíl og ekið með hana upp í Heiðmörk. Sjö stúlkur á aldrinum 16 til 17 ára skipulögðu árásina. Þrjár stúlkur gengur hvað harðast fram. Stúlkan var með mikla áverka, illa útleikin í andliti, bólgin og skrámuð. Þrjár dæmdar í skilorðsbundið fangelsi.

Þrjár úr hópnum voru síðar meir dæmdar í þriggja ára skilorðs-bundið fangelsi.

Árið er 2016 – Hættuleg árás á bílaplani við Langholtsskóla. Þolandinn var unglingsstúlka í Austurbæjarskóla sem hafði lengi verið lögð í einelti. Ofbeldið var tekið upp á myndband.

gudrun-jona-2.jpg

Árið er 1993 – Alvarlegasta tilfellið. Guðrún Jóna Jónsdóttir er aðeins 15 ára. Hún varð fyrir hrottalegu ofbeldi þriggja stúlkna í miðborg Reykjavíkur. Hún þarf að nota hjólastól til að komast allra sinna ferða og hlaut varanlegan heilaskaða. . Setið var fyrir Guðrúnu Jónu. Í umfjöllun DV frá árinu 2002 sagði að Guðrún Jóna hefði minningar um allt sem gerðist. Stelpurnar héldu henni niðri á hárinu og spörkuðu í höfuð hennar. Guðrún Jóna sagði í samtali við DV:

„Ég var ofboðslega hrædd og hrópaði í sífellu: „Hættið þið. Eruð þið óðar?“ En það var eins og þær væru ekki mennskar.“

gudrun-jona-3.jpg

Árið 2015 tjáði Barbara Ármannsdóttir, móðir Guðrúnar Jónu, um ofbeldi unglinga:

„Mér finnst svo hræðileg­ar þess­ar frétt­ir sem borist hafa ný­lega af ung­ling­um í hópslags­mál­um, skipu­lagt of­beldi sem er tekið upp á mynd­band og dreift. Þar eru þess­ir krakk­ar að berja hvert annað í höfuðið. Þau hafa ekki hug­mynd um hversu al­var­leg­ar af­leiðing­ar þetta get­ur haft.“ Þá sagði hún á öðrum stað að líf dóttur hennar hefði verið eyðilagt:

„Það gerir sér enginn grein fyrir hversu alvarlegar afleiðingar geta orðið af svona árás [...] Að barnið þitt lendi í svona hörmungum og það af mannavöldum.“

Í ítarlegu viðtali Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem vakti mikla athygli sagði meðal annars:

Stúlkurnar sem ollu fötlun Guggu voru fjórtán og sextán ára. Þær voru farnar að neyta áfengis og vímuefna og höfðu verið í neyslu þetta kvöld. Lögreglan taldi ekki sannað að þrjár stúlkur hefðu tekið þátt í árásinni, heldur tvær, 14 og 16 ára.

Sú fjórtán ára var ekki ákærð fyrir verknaðinn því hún var of ung. Eldri stúlkan hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi hann skilorðsbinda dóminn. Hann tók fram að stúlkan hefði löngum búið við erfiðar heimilisaðstæður og þurfi að horfast í augu við þá þungbæru staðreynd að hafa lagt framtíð 15 ára stúlku svo að segja í rúst í einu vetfangi.

Ekki sé hægt að ætla það að það hafi verið ætlun stúlkunnar, að vinna Guggu varanlegt mein. Dómarinn var sammála refsingunni sem dómurinn komst að niðurstöðu um en taldi það geta reynst henni skaðlegt og torveldað henni að takast á við vanda sinn í framtíðinni að sitja í fangelsi.

guðrun_jona_4.jpg

Stúlkan sat af sér dóminn í Kvennafangelsinu og var látin laus stuttu eftir að Gugga fékk að fara heim af spítalanum. Hún sökk æ dýpra í neyslu áfengis og vímuefna og eignaðist tvö börn sem bæði voru tekin af henni. Hún átti ekkert bakland og hafði alist upp við áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra sem voru vanmáttug um að hjálpa henni.

Annar barnsfaðir stúlkunnar segir að fangelsisdómurinn hafi gert út um hana. „Hún hætti þá að lifa,“ segir hann. Hún fyrir-gaf sér aldrei verknaðinn og 2. október ár hvert var henni sérstaklega þungbær.

Í október árið 2009 stórslasaði hún mann er hún var völd að árekstri með því að aka undir áhrifum fíkniefna. Ók hún yfir á öfugan vegarhelming rétt við Þorlákshöfn, og framan á annan bíl. Hlaut ökumaður hins bílsins opið höfuðkúpubrot, dreifðan heilaskaða og verulega skerðingu á heilastarfsemi. Þetta var annað fórnarlamb hennar.

Hún svipti sig lífi [haustið 2012]. Dánarorsökin var of stór skammtur eiturlyfja.

gudrun-jona-5.jpg

Yngri stúlkan átti fjölskyldu sem gat gripið inn í líf hennar í kjölfar árásarinnar. Stúlkan var send í meðferðarúrræði út í sveit og segir hún sjálf að það hafi bjargað lífi sínu. Henni tókst að vinna sig út úr fíkniefnavandanum og starfaði mikið í jafningjafræðslu og síðar við vímuefnaforvarnir.

Hún vinnur í verslunargeiranum í dag og er þriggja barna móðir.

„Ég græt mig enn í svefn yfir því sem ég gerði. Ég hef þurft að lifa með þessu – og það hefur ekki verið auðvelt. Ég mun aldrei hætta að refsa mér fyrir þetta.“