Stuðnings­­menn Víkings fá á baukinn - Magnús aldrei séð annað eins

Magnús Kristins­son segir farir sínar ekki sléttar eftir úr­slita­leik FH og Víkings í Laugar­dalnum í gær.

„Ég hef upp­­lifað ýmis­­legt á fót­­bolta­­gæslu á Laugar­­dals­­velli undan­farin ár en bikar­­leikur Víkings og FH er dropinn sem fyllti mælinn hjá mér. Ég stóð allan leikinn úti á velli fyrir framan stuðnings­lið Víkings. Þar blandaðist saman rjómi stuðnings­manna liðsins; börn frá tíu ára aldri, drukkin ung­­menni og eldra fólk í mis­­jöfnu á­­stand,“ skrifar Magnús.

„Fram­koma þessa hóps var til há­­borinnar skammar fyrir í­­þróttina og liðið. Rusl og sví­virðingar flugu yfir gæslu­liðið með reglu­­lega milli­­bili. Kveikt var í að minnsta kosti þrem blysum (sami aðilinn kveikti í tveim þeirra). Einn hljóp inn á völlinn - ekki einu sinni, heldur tvisvar. Þó honum væri vísað út af vellinum, þá klifraði hann bara yfir girðinguna og kom sér aftur inn á völlinn eða í stúkuna. Níð­­söngvar voru einnig sungnir um FH liðið, eitt­hvað á þá leið að barna­níðingar væru í þeirra hópi. Man ekki orð­rétt hvernig þessi ó­­­geð­­felldi söngur var.“

„Getu- og vilja­­leysi KSÍ virðist vera al­­gert. Þora þau ekki að taka á þessari hegðun, því þá komi færri á­horf­endur á leikina? Lög­reglan vill ekkert gera, kannski af því að þá þurfa þeir að skrifa skýrslu?“ spyr Magnús.

„Á meðan færir þessi hópur sig upp á skaftið og verður að­eins verri á næsta leik. Það endar síðan ef­­laust með al­var­­legu slysi fyrr en síðar.
Get þó glatt mig við að þessi hópur er ó­­lík­­legur til að komast inn á völlinn sem leik­­menn. Lítur út fyrir að þeir endi frekar sem góð­kunningjar lög­­reglunnar (sem er reyndar ekki gleði­­legt).
Það sem fór þó mest fyrir brjóstið á mér var hversu mörg börn voru þarna í hópnum innan um drukkna ó­­láta­belgi. Hvar voru for­eldrar þessara barna? Þarna voru ekki fyrir­­­myndir barna.
Auð­vitað var þarna fólk með viti inn á milli sem reyndi að draga úr skríls­­látum. En því miður átti sá hópur undir högg að sækja. Skemmdu eplin meðal stuðnings­manna Víkings voru bara of mörg.“

„Einnig var sorg­­legt að sjá starfs­­fólk og leik­­menn Víkings fagna með bullunum eftir leikinn. Eins og stuðnings­liðið væri hetjur sem þakka þyrfti fyrir góðan stuðning og prúða fram­­göngu.
Ég mun ekki taka þátt í gæslu á fleiri bikar­­leikjum, meðan öryggi gæslu­­fólks verður ekki betur tryggt af KSÍ,“ skrifar Magnús að lokum.