Stuðla að hreinni jörð og heilsusamlegra líferni og fækka kolefnissporum enn frekar

Kaja Organic fækkar kolefnissporum enn frekar eftir undirritun nýs samnings um dreifingu. Karen Jónsdóttir, sem er að alla jafna kölluð Kaja, frumkvöðull með meiru hjá Kaja Organic, eigandi Matarbúr Kaju/Café Kaju og framleiðandi á vörumerkinu Kaja hefur undirritað samning við Samskip Landflutninga um dreifingu á höfuðborgarsvæðinu.

„Með þessum samning nýtum við dreifikerfi Samskips Landflutninga og fækkum því kolefnissporum okkar enn frekar. Við erum stolt af því að gera betur í umhverfismálum en með dreifingu og framleiðslu á lífrænum matvælum í umhverfisvænum umbúðum stuðlum við að færri kolefnissporum en ella, hreinni jörð og heilsusamlegra líferni,“ segir Kaja.

M&H Matarbúr Kaju.PNG

Lífrænar, umhverfisvænar gæða vörur í forgrunni

Kaja Organic er heild­sala, framleiðandi og eigandi Matarbúrs Kaju/Café Kaju á Akranesi sem er versl­un og líf­rænt kaffi­hús í senn sem hef­ur að geyma fjölbreytt úrval af vörum lífrænum og umhverfisvænum sælkeravörum og kræsingum. Kaja er kon­an á bak við þetta allt sam­an. Hennar regl­a er ein­föld þegar kemur að vöruvali: „All­ar vör­ur eru líf­ræn­ar, um­hverf­i­s­væn­ar og gæðin í há­marki.“

Kaja trú­ir því staðfast­lega að við séum það sem við borðum og með þann boðskap að leiðarljósi stofnaði hún Kaja Org­anic, Mat­ar­búr Kaju og Café Kaju sem blómstr­ar á Skag­an­um og gleður líkama og sál.