Stöðvuðu eftirlitslaust unglingapartí í Kópavogi - 62 reknir heim

20. september 2020
08:15
Fréttir & pistlar

Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan eftirlitslaust unglingapartí í Kópavogi. 62 ungmenni voru rekin úr húsinu, húsráðandi er 16 ára. Ekki náðist í föður húsráðanda og kom því ættingi á vettvang.

Samkvæmt dagbók lögreglu var fámennt í miðbænum í gærkvöldi og í nótt. Engin brot á sóttvarnarreglum til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Skoðaði lögreglan 40 staðir í miðborginni og austurbæ.

Lögregla stöðvaði för nokkurra ökumanna sem voru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn þeirra hafði aldrei fengið bílpróf. Annar hafði verið sviptur ökuréttindum og var að auki með röng skráningarnúmer á bílnum.

Um kl. 3 í nótt reyndu tveir grímuklæddir menn að brjótast inn í verslun við Laugaveg. Þeir brutu öryggisgler í hurð en tókst ekki að komast inn.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi tókst tveimur mönnum hins vegar að brjótast inn í verslun með því að brjóta rúðu. Þeir stálu fatnaði úr versluninni.