Stjörnu­spekingar segjast hafa séð á­standið fyrir

Það lá ljóst fyrir að eitt­hvað stór­kost­legt myndi gerast 13. janúar, segir Gísli Gunnars­son Back­man stjörnu­spekingur.

„Sam­kvæmt stjörnu­kortinu var fyrir­sjáan­legt að eitt­hvað stór­kost­legt myndi gerast 13. janúar og þetta verður svona til 21. desember,“ segir Gísli í við­tali við Ás­dísi Ol­sen í sjón­varps­þættinum Undir yfir­borðið sem verður frum­sýndur í kvöld.

Gísli segir að við séum að upp­lifa merki­leg tíma­mót í sögu mann­kynsins. Öld vatns­berans, Age of Aqu­arius er spennandi í hugum þeirra sem muna söng­leikinn Hárið þar sem sungið er um ást að ei­lífu, frið og fegurð, eða eins og segir í textanum: Þá víkja sorg og þraut. Þá ríkja fegurðin og ástin að eilfíu.

Gísli segir að við fáum að upp­lifa frelsi til að vera við sjálf og ein­stakir snillingar hvert og eitt. Margir muni öðlast and­lega opin­berun, í líkingu við það sem Jesú og Búdda upp­lifðu. Það verða s.s. margir and­lega upp­ljómaðir þegar öld Vatns­berans gengur í garð.

„En fyrst kemur allur skíturinn upp á yfir­borðið", segir Gísli og bætir við að það felist miklir mögu­leikar í þessum um­breytingarfasa sem við erum að upp­lifa núna. Fólk neyðist til að taka til hjá sér og það hefur aldrei verið auð­veldara. Það er ekkert falið lengur og það þarf ekki að grufla svo mikið til að leysa flækurnar, þessari orku­tíðni gerir sjáls­skoðun svo auð­velda.

Þátturinn verður sýndur á Hring­braut í kvöld kl. 20:00.