Stjörnu-Sæ­var greinir frá ó­trú­legri ferð – komst á leiðar­enda fyrir 3.400 krónur

„Ég hafði fengið nasa­sjón af fram­tíðinni,“ segir Sæ­var Helgi Braga­son, vísinda­miðlari og dag­skrár­gerðar­maður. Sæ­var skrifaði at­hyglis­verðan pistil sem birtist á vef Vísis í morgun en þar segir hann frá ferð sinni til Vest­manna­eyja í fyrra.

Sæ­vari var boðið að heim­sækja bóka­safnið í Eyjum sem hann þáði með þökkum, enda bendir Sæ­var á að Vest­manna­eyjar séu með fal­legustu stöðum landsins. Þegar heim var komið rann það upp fyrir honum að í ferðinni fékk hann nasa­sjón af fram­tíðinni.

„Ég ók nefni­lega raf­bíl í Land­eyja­höfn. Úr Land­eyja­höfn flutti raf­knúinn Herjólfur okkur far­þegana til Vest­manna­eyja. Í Vest­manna­eyjum leigði ég svo Hopp-raf­hlaupa­hjól við land­ganginn. Fimm mínútum eftir að raf­ferjan lagðist að bryggju var ég kominn á bók­s­afnið,“ segir Sæ­var.

Í grein sinni segir Sæ­var að fyrir fá­einum árum hefði hann losað nærri 50 kíló af gróður­húsa­loft­tegundum á sama ferða­lagi, fram og til baka. Í þetta sinn var losunin engin enda allt ferða­lagið knúið hreinni inn­lendri raf­orku.

Fyrir utan hreinna loft, minni mengun og minni há­vaða sparaði Sæ­var sér einnig tals­verðan pening.

„Aksturinn fram og til baka kostaði rétt rúmar 900 kr. Á bensín­bíl hefði ferðin kostað mig tíu sinnum meira, rúmar 9000 kr. Hopp-leigan kostaði 300 kr. og far­gjaldið í Herjólf 2200 kr. Heildar­kostnaður því 3400 kr en ekki 14.500 kr hefði for­tíðar-ég orðið fórnar­lamb eigin leti og tekið bensín­bíl með í ferjuna. Fjór­falt ó­dýrara. Býsna góður sparnaður það.“

Í lok greinar sinnar segir Sæ­var Helgi að þriðju orku­skiptin séu hafin. „Því­líkt gæfu­spor fyrir lungu okkar, eyru, and­rúms­loft og fjár­hag. Drífum þetta al­menni­lega af stað. Fram­tíðin er núna.“