Stephani­e brotnaði saman í við­tali við Kveik: Kvíðir fyrir jólunum en á sér einn draum

„Munið þið eftir þættinum Kveik? Þar var fjallað um fá­tækt á Ís­landi. Nú undan­farið hef ég séð á Face­book-síðum að fólk er að biðja um hjálp og matar­að­stoð. Þetta er svo sorg­legt.“

Þetta segir Stephani­e Rósa Bosma, um­önnunar­starfs­maður og sjúkra­liða­nemi, í pistli á vef Vísis.

Það muna ef­laust ein­hverjir Stephani­e sem lýsti að­stæðum sínum í við­tali við Kveik í mars síðast­liðnum. Í þættinum var fjallað um fá­tækt á Ís­landi og stigu nokkrir ein­staklingar fram og lýstu á opin­skáan hátt hvernig er að vera fá­tækur á Ís­landi. Hringbraut fjallaði meðal annars um frásögn Stephanie.

Frá­sögn Stephani­e vakti mikla at­hygli enda brotnaði hún saman í við­talinu. Lýsti hún því hvernig það er að hafa 258 þúsund krónur til ráð­stöfunar í hverjum mánuði. Á þeim tíma borgaði hún 126 þúsund krónur í leigu og hafði því ekki mikið á milli handanna þegar búið er að standa skil á nauð­syn­legum út­gjöldum.

Í pistli sínum á Vísi segist Stephani­e vera ein þeirra sem er alltaf í vand­ræðum í lok hvers mánaðar. „Ég þekki þetta. Vildi að ég gæti hjálpað. Vildi ég gæti stofnað fyrir­tæki eða stofnun og út­rýmt fá­tækt.“

„Ég fór í Fjöl­skyldu­hjálp í fyrsta skipti í langan tíma til að fá mat. Ég skammaðist mín svo mikið, fannst ég vera von­laus og ég ætti ekki heima þarna vegna þess ég er í vinnu, fæ tekjur mánaðar­lega. En í dag, þó svo þú sért í vinnu þá ertu fá­tækur,“ segir hún og bætir við að hvern einasta mánuð upp­lifi margir þeirra sem eru fá­tækir þung­lyndi, stress og van­líðan því ekki er til peningur fyrir mat, fötum eða til að njóta lífsins.

„Ég er ekkert jóla­barn. Hvers vegna spyr fólk. Vegna þess að alltaf kringum jólin fylgir stress, ekki vegna þess hvort að maturinn verði til­búinn á réttum tíma, heldur að flokka niður peninga til að eiga fyrir gjöfum, eiga fyrir mat, vera með þennan „hefð­bunda jóla­mat”, eiga fyrir kjóla á dóttur mína, eiga fyrir ára­mótunum,“ segir hún og bætir við að fyrir henni sé þetta ekki gleði. Hún brosi þó svo dóttir hennar finni ekki fyrir von­brigðum.

„Út­rýma fá­tækt er minn draumur en ekki að fleiri og fleiri óski eftir matar­að­stoð á Face­book síðum. Ég stend með ykkur og ég er ein af ykkur.“