Steinunn Ó­lína lýsir eftir stolnu hjóli Stefáns Karls

2. ágúst 2020
13:26
Fréttir & pistlar

Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir óskar eftir að­stoð við að finna hjól eiginmanns síns, Stefáns Karls heitins, en hún deildi fyrr í dag færslu þar sem hún greindi frá því að hjólinu hafi verið stolið og hefur þeirri færslu verið deilt víða.

Að sögn Steinunnar hefur því lík­legast verið stolið ein­hvern tímann á síðustu tveimur vikum en það stóð læst á stiga­gangi í skrif­stofu­hús­næði Sprettu á Granda. Hjólið er merkt honum með merki­miða en Steinunn bendir á að lík­legast væri auð­velt að fjar­lægja miðann.

„Ef ein­hver hefur hug­mynd um hvar það er niður­komið þætti mér vænt um að fá af því fregnir og megi þjófurinn hugsa sig um tvisvar og skila hjólinu ellegar fá svo harð­vítuga iðra­kveisu að ekkert lækni hana nema linnu­laus góð­verk héðan af,“ segir Steinunn í færslunni og birtir með færslunni mynd af Stefáni þar sem hann stendur hjá hjólinu.

Hjóli Stefáns Karls sem Kría Cycles gáfu honum sem stóð læst á stigagangi í skrifstofuhúsnæði Sprettu á Granda hefur...

Posted by Steinunn Olina Thorsteinsdottir on Sunday, August 2, 2020