Steinunn Ó­lína hefur fengið nóg: Segir Katrínu stór­hættu­legan for­sætis­ráð­herra

Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir, rit­stjóri Kvenna­blaðsins, segir að Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra sé stór­hættu­leg. Steinunn Ó­lína gerir þá á­kvörðun Kára Stefáns­sonar, for­stjóra Ís­lenskrar erfða­greiningar, að hætta að skima fyrir CO­VID-19 á landa­mærunum frá og með næstu viku að um­tals­efni í pistli á vef Kvenna­blaðsins.

„Skrípa­leikurinn í kringum skimanir á landa­mærum Ís­lands verður sí­fellt skrýtnari og um­ræðan enn skringi­legri. Um margra mánaða skeið hefur ríkis­stjórn Ís­lands reitt sig á greiða­semi og fjár­út­lát er­lends stór­fyrir­tækis til að tryggja lýð­heil­brigði án þess að hafa um verk­lagið nokkurn samning,“ segir Steinunn Ó­lína og bætir við að um langt skeið hafi Kári hamrað á því að ríkið verði að geta séð um þetta sjálft. „Margtuggðar“ á­bendingar for­stjórans hafi stjórn­völd hunsað.

„Kári gaf ríkis­stjórninni fimm daga til að bregðast við en þessir fimm dagar eru vísast bara leið til af­hjúpunar. Kári hefur nær lagi gefið ríkis­stjórninni nærri fimm mánuði til að axla þá á­byrgð sem ríkis­stjórninni ber að gera. Kára Stefáns­syni eða ÍE ber ekk­ki skylda til gera nokkurn skapaðan hlut,“ segir Steinunn og bætir við að sú ríkis­stjórn sem nú er við völd sé ekki ríkis­stjórn fólksins í landinu.

„Kári Stefáns­son hefur með eftir­minni­legum hætti af­hjúpað alls­beru keisara­stjórnina sem er ekki bara frek, sið­laus, ó­á­byrg og til­ætlunar­söm heldur aug­ljós­lega getu-og ráða­laus og að auki með hugann við annað,“ segir hún.

Hún segir að ekki þurfi að fjöl­yrða um geðs­lag Kára Stefáns­sonar en það sé al­gjört auka­at­riði í þessu sam­hengi.

„Hann er ekki þjóð­kjörinn ein­stak­lingur. Það er hins­vegar Katrín Jakobs­dóttir sem bregst nú sem endra­nær og sýnir svart á hvítu að hún veldur engan­veginn hlut­verki sínu og er bein­línis, með til­ætlunar­semi, og yfir­læti, stór­hættu­legur for­sætis­ráð­herra.“

Pistil Steinunnar má lesa í heild á vef Kvenna­blaðsins.