Steinunn Ólína gefur Katrínu á baukinn: „Hefur því miður hvorki sóma né gáfur“

Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir, fjölmiðla- og leikkonan ástsæla, lætur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formann Vinstri grænna, heyra það í færslu sem birtist á Facebook-síðu hennar í dag.

Í færslunni segir hún að stuðningsfólk Vinstri grænna og Katrínar hafa haldið því fram að það sé hún sem haldi um stjórnartaumana í ríkisstjórninni, en Steinunn vill meina að það sá ansi langt frá sannleikanum.

„Aðdáendur Katrínar Jakobsdóttur hafa löngum haldið því fram að í raun réttri séu það VG sem séu vitið í ríkisstjórninni og ráði ferðinni. Á þessu hafa stuðningsmenn hennar roggnir smjattað. Ekkert gæti verið fjarri sanni.“

Steinunn segir að í stað þess að láta Katrínu stjórna hafi Sjálfstæðisflokkurinn afhjúpað Vinstri græna.

Þá segir hún Katrínu sitja eftir með lítið traust á meðal landsmanna, en hún er ansi harðorð í gagnrýni sinni gangvart forsætisráðherra.

„Í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að afhjúpa innihaldsleysi VG og gera fylgi hans að engu. Eftir sitjum við með Katrínu Jakobsdóttur sem rúin trausti heldur áfram að vinna landi og þjóð ógagn en hefur því miður hvorki sóma né gáfur til að sjá að henni er ekki vært á forsætisráðherrastóli lengur.“