Steinunn Ó­lína: Ég er líf­hrædd í fyrsta sinn á ævinni

„Ég er líf­hrædd í fyrsta sinn á ævinni og kann því illa, hef lifað í frjálsu falli ó­hrædd við allt og alla fram á þennan dag. Núna er ég afar með­vituð um það að börnin mín yngstu eiga bara eitt for­eldri og að það er mikil­vægt að ég standi upp­rétt eitt­hvað að­eins lengur,“ þetta skrifar Steinunn Ó­lina Þor­steins­dóttir, leik­kona og rit­stjóri Kvenna­blaðsins í pistli á Face­book síðu sinni í kvöld.

„Það er í mér beygur og ég get ekki vel skýrt af hverju hann stafar. Mér líður ekkert ó­svipað og síðustu mánuðina sem Stefán lifði. Þegar maður vissi að það var enga stjórn hægt að hafa á fram­gangi mála, allt færi á versta veg. Nú kann ein­hver að segja að ég sé svart­sýn og kannski takist ís­lenskum stjórn­völdum að hafa hemil á veiru­skrattanum með á­kvörðunum sínum. En eftir stendur að fólk mun veikjast mikið og deyja hér á Ís­landi af völdum Co­vid-19 og það mun snerta okkur öll. Það mun auka á kvíða okkar þegar fólk fer að týnast af sjónar­sviðinu. Jafn­vel þótt við þekkjum við­komandi ekki neitt,“ segir hún þar enn fremur.

Hugprúða framvarðarsveitin að gera sitt besta

Hún segist fylgjast með fréttum, ekki bara inn­lendum og hefur reynt að lesa sér til um á­standið víða um heim sem sjúk­dóminn. „Mér líður betur þegar mér finnst ég hafa kynnt mér eitt­hvað sjálf og mér lýst sannar­lega ekkert á blikuna og skynja að auki á­þreifan­lega van­mátt fram­varðar­sveitarinnar hug­prúðu. Þau eru að gera sitt besta og aug­ljós­lega af­bragðs­fólk en þau eru hvorki spá­menn né töfra­menn þótt þau reyni að feta vand­ratað ein­stigi upp­lýsingar og kvíða­stjórnunar,“ skrifar Steinunn sem spyr jafn­framt hvað við getum gert?

„Til­mæli til fólks eru alls staðar þau sömu. Gætið ykkar með einu ráðunum sem í boði eru: Haldið ykkur frá öðru fólki en frískum fjöl­skyldu­með­limum ef þess er nokkur kostur. Og það gefur okkur öllum til­gang í þessari bar­áttu að gera ein­mitt það.“

Hún segir það taki á taugarnar að vera heima með börnum sínum öllum stundum. „Þeim finnst ég heldur leiðin­legur kennari og ég sting ekki upp á nógu skemmti­legum hlutum,“ skrifar Steinunn sem þakkar jafn­framt fyrir því að börnin séu hraust. Hún hvetur síðan lands­menn til að virða sam­komu­bannið og gæta þess að smitast ekki eða smita aðra. „Það var rauna­legt að horfa á Víði á fundinum í dag þar sem hann var for­viða á hegðun fólks og í­þrótta­fé­laga sem hundsa sam­komu­bann. Við eigum að vera for­viða líka. Að fylgja þessum fyrir­mælum er nú það minnsta sem við getum gert fyrir sam­fé­lagið okkar,“ skrifar hún að lokum.