Steinunn fékk yfir sig dóna­skap eftir að hún birti myndir af Monsu

15. september 2020
14:21
Fréttir & pistlar

Ó­hætt er að segja að færsla Steinunnar Svavars­dóttur í Hunda­sam­fé­laginu, tæp­lega 40 þúsund manna hópi á Face­book, hafi vakið tölu­verða at­hygli. Steinunn birti í gær­kvöldi myndir af hundinum sínum, henni Monsu, sem skartar nú bleikum hárum og bleiku nagla­lakki.

Færslan – og myndirnar sem Steinunn birti – hefur vakið tals­verða at­hygli og sitt sýnist hverjum. Sumir vilja meina að um sé að ræða illa með­ferð á Monsu en Steinunn þver­tekur fyrir það eins og fleiri .

Í sam­tali við Hring­braut segist Steinunn alveg hafa búist við því að fólk hefði mis­munandi skoðanir þegar hún setti færsluna inn. „Það er allt í lagi. Þetta eru viður­kenndir litir fyrir dýrin og mér finnst þetta ekkert öðru­vísi en að setja sjampó eða næringu í hundinn,“ segir Steinunn og bætir við að litir sem þessir séu vin­sælir er­lendis, til dæmis í Banda­ríkjunum.

Flestir þeirra sem tjá sig í þræðinum á Hunda­sam­fé­laginu finnst upp­á­tæki Steinunnar skemmti­legt.

Einn af stjórn­endum Hunda­spjallsins sá á­stæðu til að minna fólk á að vera kurteist í um­ræðum. Benti um­ræddur stjórnandi á – rétt eins og Steinunn – að um væri að ræða viður­kenndar vörur og ekki væri verið að meiða hundinn eða gera honum illt.

Fleiri myndir af Monsu má sjá hér að neðan: