Steingrímur J. leiddi Katrínu og fjölskyldu að gosinu: Villist alltaf þegar hún gengur á fjöll

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fór í gærkvöldi að gosinu með alla fjölskylduna sína. Katrín greindi frá því í Vikunni hjá Gísla Marteini fyrir helgi að hún hefði ekki enn farið þangað og sagði að hún þyrfti helst að fá leiðsögn þar sem hún villist alltaf þegar hún fer í göngu.

Það leið þá ekki á löngu þar til flokksfélagi hennar, jarðfræðingurinn, Steingrímur J. Sigfússon hafði samband og sagðist vilja drífa hana að gosinu. Katrín segir að það hafi verið tilboð sem hún gat ekki hafnað.

„Þannig að í gærkvöldi fór ég með alla fjölskylduna í samfloti með Steingrími og hans fjölskyldu,“ segir Katrín í færslu á samfélagsmiðlum.

Hún segir að það hafi strax dregið töluvert í sundur þar sem hún hafi gengið hægt og rólega en að samferðarfólk hennar hafi hlupið. Það hafi þó ekkert gert til.

„…gosið er magnað, krafturinn og sjónarspilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ótrúlegt að búa í svona mögnuðu landi.“

Upplýsti í Vikunni hjá Gísla Marteini að ég hefði enn ekki lagt leið mína að eldgosinu og þyrfti helst að fá leiðsögn...

Posted by Katrín Jakobsdóttir on Monday, 10 May 2021

Fleiri fréttir