Stefnir í mestu krísu í hundrað ár á Ís­landi

7. apríl 2020
18:17
Fréttir & pistlar

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og Sjálf­stæðis­flokkurinn eiga ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Sam­kvæmt síðustu könnun MMR er mikið hrun á fylgi flokksins og nú stefnir í mestu krísu í 100 ár á Ís­landi í efna­hags­legu til­liti. Þetta sagði Bjarni í sam­tali við Ríkis­út­varpið. Bjarni sagði:

„Ef menn eru að leita að ein­hverri tölu til þess að átta sig á því hvert verður höggið fyrir ríkis­sjóð, þá getum við alveg gleymt því að vera að tala um hundrað milljarða eins og ég nefndi að við værum komin yfir. Við erum farin að tala um að minnsta kosti tvö­falda þá fjár­hæð, eða meira,“ segir Bjarni.

Þá bætti Bjarni við:

„En þetta stefnir í að verða ein mesta krísa í hundrað ár á Ís­landi, í efna­hags­legu til­liti. Og þá er gott að vita til þess að við höfum nýtt góðu tímana til þess að hafa svig­rúm til að takast á við slíka tíma, án þess að hér fari allt á hliðina.“