Stefán setur kattar­sam­fé­lagið á hliðina með mynd­bandi: „Sorg­leg þróun og svo mikil heift í fólki“

Miklar um­ræður hafa skapast í hópnum Kattar­sam­fé­lagið á Face­book sem telur næstum tíu þúsund með­limi eftir að Stefán Auðunn Stefáns­son birti mynd­band úr öryggis­kerfinu í garðinum sínum sem sýnir „lausa­gang­skött“ gera þarfir sínar í sand­kassa í garðinum.

Mynd­bandið heitir „Lausa­göngu­köttur á einka­lóð drullar í sand­kassa“ og virðist vera tekið upp í garði Séfans.

Katta­vinir í Kattar­sam­fé­laginu eru ekki sáttir með þessa kvörtun Stefáns enda hefur lausa­ganga katta verið hit­mál eftir að Akur­eyri á­kvað að banna slíkt. Eru á annað hundrað um­mæli undir færslu Stefáns.

„Hafa lok á sand­kössum, á­byrgð for­eldra að hugsa um kassana,“ skrifar Aðal­heiður Steinars­dóttir. Gíslunn Hilmars­dóttir svarar henni um hæl og segir: „er ekki á­byrgð katta eig­anda að hugsa um kettina?“

Dag­ný Kristjáns­dóttir spyr hvort að fuglarnir drulla ekkert ofan í kassann.

Hlíf Magnús­dóttir segir þetta nú meira kattar­vælið og Erna Marín Kvist Baldurs­dóttir spyr hvort fólk hafi ekkert annað gera en taka upp ketti gera þarfir sínar? „Endi­lega fáðu þér lok á kassann og njóttu lífsins.“

Kristín Kol­beins­dóttir spyr hvort það megi búast við því að höfuð­borgar­svæðið verði eins og Húsa­vík og banni lausa­göngu katta því allir eru að missa sig. „Vittu til margir Hús­víkingar fara ekki eftir þessum reglum,“ segir Evíta Marín Agu­illar.

Kristín segir þá: „já. Sorg­leg þróun og svo mikil heift í fólki. Hef á­hyggjur ef þetta heldur svona á­fram og kisur fara að týnast meira. Það hefur komið fyrir að þær eru teknar og keyrðar í annað hverfi til að hefna sín.“

Mynd­bandið sem gerði allt vit­laust er að finna hér að neðan en hægt er aðsjá um­ræðurnar hér.

Fleiri fréttir