Stefán Einar um stöðu Icelandair: „Það þarf senni­lega krafta­verk“

13. maí 2020
08:53
Fréttir & pistlar

Stefán Einar Stefáns­son, frétta­stjóri við­skipta á Morgun­blaðinu, kveðst ekki vera sér­stak­lega bjart­sýnn á stöðu Icelandair. Stefán Einar skrifar skoðanapistil um málið í Við­skipta­Mogganum í dag þar sem hann segir að senni­lega þurfi krafta­verk til að kapallinn gangi upp.

Stefán Einar þekkir flug­heiminn vel enda skrifaði hann bók um ris og fall WOW air sem kom út í fyrra og vakti tals­verða at­hygli.

„Haustið 2018 háðu for­svars­menn WOW air hetju­lega bar­áttu við að bjarga fé­laginu. Allt kom fyrir ekki og á vor­mánuðum 2019 féll fé­lagið. Stóra verk­efnið framan af fólst í að safna að minnsta kosti sex milljörðum en helst tólf með skulda­bréfa­út­gáfu og ætlunin var að nýta þá fjár­muni til að tryggja fé­laginu laust fé til að lifa af erfiðan vetur og gera upp við lánar­drottna sem misst höfðu þolin­mæðina. Ekki tókst að safna sex milljörðum. Niður­staðan varð ríf­lega fimm milljarðar og að stórum hluta komu þeir fjár­munir frá fólki sem tengdist fé­laginu og eina eig­anda þess nánum böndum.“

Stefán Einar segir að stjórn­völd hafi ekki þurft að grípa inn í þegar WOW air féll, en megin­á­stæðan á þeim tíma var til­vist Icelandair. Segir Stefán ljóst, nú þegar flug­markaðurinn er á heljar­þröm, að inn­grip stjórn­valda sem kallað var eftir á sínum tíma hefði leitt til mikils fjár­tjóns fyrir ríkis­sjóð.

„En nú, rúmu ári síðar, er Icelandair í jafn kröppum dansi og WOW á sínum tíma. Fé­lagið telur sig hins vegar þurfa að safna sex­faldri þeirri fjár­hæð sem WOW náði að öngla saman og senni­lega er það van­mat. Fé­lagið er með ör­fáar vélar í loftinu, mun færri en WOW þegar það hlaut náðar­höggið. Verk­efnið er risa­vaxið og teygir sig að samninga­borðum hér heima og er­lendis, m.a. í Seatt­le í Was­hington­ríki. Það þarf senni­lega krafta­verk til að kapallinn gangi upp.“