Stefán Einar: Fyllerí sem getur að­eins endað á einn veg

„Sótt­varna­læknir hefur varað sér­stak­lega við fylleríi. Veiran á greiða leið milli þeirra sem tala hátt og gleyma hinni gullnu tveggja metra reglu. Lýð­heilsu­fræðingar hoppa hæð sína og sjá tvær flugur slegnar dauðar í einu höggi. En fylleríið er víða.“

Svona hefst pistill Stefáns Einars Stefáns­sonar, frétta­stjóra við­skipta á Morgun­blaðinu, í Við­skipta­Mogganum í dag. Í pistlinum segir hann að vinstri­menn hoppi nú hæð sína þegar yfir­lýsingar berast hvaða­næva um að nú eigi hið opin­bera að eyða peningum – jafn­vel þeim sem ekki eru til.

„Allt til þess að örva hálf­lamað hag­kerfi sem hið opin­bera hefur stöðvað með hand­afli. Vissu­lega eru sterk rök fyrir því að ríkis­sjóðir sem standa þokka­lega (eins og sá ís­lenski) beiti afli sínu og haldi þrýstingnum á kerfinu, sem helst minnir á sprungna blöðru. En í slíku á­taki verður að vanda til verka og tryggja að fjár­magninu sé veitt í fjár­festingar og upp­byggingu sem síðar mun skila verð­mætum inn í sam­fé­lagið,“ segir Stefán Einar.

„For­sjár­hyggju­fólkið sem telur að ríkið eigi helst að taka öll verð­mætin í landinu og út­hluta þeim eftir rétt­lætis­reglum þeirra sjálfra, lítur hins vegar svo á að búið sé að undir­rita ó­út­fylltan tékka til að upp­fylla alla þeirra villtustu drauma. Slíkt gönu­hlaup er fyllerí sem að­eins getur endað á einn veg – með vondum timbur­mönnum og eftir­sjá,“ segir hann.