Starfs­menn verð­launaðir með 14.900 krónu gjafa­bréfi: „Ég var gríðar­lega stoltur af fólkinu mínu“

„Ég verð að viður­kenna að ég var gríðar­lega stoltur af fólkinu mínu og ég vona að það hafi fundið það frá mér,“ segir Sigurður B. Páls­son, for­stjóri Byko, í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Byko gaf öllum starfs­mönnum sínum gjafa­bréf á gisti­stöðum um allt land í gegnum styrkjumis­land.is. Um er að ræða 440 starfs­menn og kostuðu kaupin fyrir­tækið sex og hálfa milljón. Hver og einn starfs­maður fékk 14.900 krónu gjafa­bréf.

Sigurður segir að gjöfin sé þakk­lætis­vottur fyrir vel unnin störf í CO­VID-19 far­aldrinum.

„Það var mikið álag og stundum gríðar­legt álag í bland við ótta, en allir lögðu sig 100 prósent fram – því það var tölu­vert að gera. Við vildum sýna okkar þakk­læti og okkur fannst gott að styrkja þá at­vinnu­grein sem var að koma hvað verst út úr þessu, sem voru annars vegar veitinga­staðir og hins vegar ferða­þjónustan.“

Nánar í Frétta­blaðinu.