Starfs­menn Ís­lands­banka munu vinna heima einn dag í viku

Starfs­fólk Ís­lands­banka mun vinna heima að jafnaði einn dag í viku og er til­rauna­verk­efni hvað þetta varðar þegar hafið. Bankinn stefnir að því að inn­leiða þetta fyrir­komu­lag hjá öllum sviðum ef til­rauna­verk­efni gengur.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá bankanum.

Þar segir að ný­lega hafi verið gerð könnun meðal starfs­fólks eftir að meiri­hluti þess hafði unnið heima vegna CO­VID-19.

„Niður­stöðurnar sýna fram á mikinn á­huga starfs­fólks að halda á­fram að vinna heima hluta úr viku, fé­lags­leg tengsl hafa haldist ágæt og af­kasta­geta aukist í mörgum til­vikum. Fyrir­komu­lagið mun einnig draga úr kol­efnis­spori bankans en ferðir starfs­fólks til og frá vinnu vega hvað þyngst í kol­efnis­mælingum undan­farinna ára. Þá eru þessar að­gerðir einnig taldar hafa já­kvæð rekstrar­á­hrif á bankann,“ segir í til­kynningunni.

Þá hefur bankinn einnig kynnt fyrir starfs­fólki nýjar á­herslur til að hvetja til um­hverfis­vænni sam­göngu­máta. Starfs­fólk hefur nú aukin tæki­færi á að nýta sér raf­bíla­flota bankans auk fjöl­margra raf­hlaupa­hjóla sem bankinn hefur fjár­fest í auk annarra grænna úr­ræða.