Starfsfólk lungnadeildar Landspítala slær á létta strengi og tekur sporið

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, sagði í pistli sínum í gær að mikið álag hafi verið á spítalanum vegna faraldursins en spítalinn var færður af hættustigi niður á óvissustig fyrr í vikunni þar sem samfélagslegum smitum fór fækkandi.

„Við vonum svo sannarlega að sú staða haldist inn í aðventuna og að samtakamáttur landsmanna tryggi úthald þar til bóluefni getur hjálpað okkur í baráttunni við veiruna,“ segir Páll og biður fólk um að ganga „löturhægt um gleðinnar dyr“ á næstunni.

Meðal þeirra sem hafa verið undir miklu álagi er starfsfólk lungnadeildar Landspítala, A6, en deildin hafði verið notuð sem COVID deild síðastliðna mánuði. Starfsfólkið er nú aftur farið að sinna sínu reglulega hlutverki á ný.

„Hér slær starfsfólk á létta strengi og sýnir aðdáunarverða takta í því eins og öðru. Eins og sést hérna fyrir neðan er þetta er áskorun á aðrar deildir og vinnustaði í heilbrigðisþjónustu! Nú ríður á að þetta sé nú ekki bara stund milli stríða.“

Myndbandið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.