Starfsfólk ÁTVR fékk úlpu frá 66°Norður í sumargjöf

Starfsmönnum ÁTVR ætti ekki að verða kalt í sumar því þeir fengu veglega sumargjöf frá fyrirtækinu í vikunni. Um var að ræða úlpu af gerðinni Dyngja og íþróttabol af gerðinni Aðalvík.

Greint er frá þessu á vef Fréttablaðsins.

Samtals nam kostnaður ÁTVR vegna gjafarinnar tæpum 20 milljónum króna, eða rúmum 40 þúsund krónum á hvern starfsmann.

Alls fengu 472 starfsmenn gjöfina og eru þeir ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi. Ný úlpa af gerðinni Dyngja kostar 62 þúsund krónur samkvæmt vef 66°Norður á meðan bolurinn kostar 11 þúsund krónur.