Spyr hvort stjórnendur kirkjunnar þurfi að hringja í Hjálparsíma Rauða krossins: „Hvers eigum við að gjalda?“

Óskar Magnússon, rithöfundur og sóknarnefndarformaður í Breiðabólstaðarsókn í Fljótshlíð, er lítt sáttur með nýtt framtak Biskupsstofu sem birti á dögunum mynd af Jesú með brjóst og andlitsfarða.

Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann myndbirtinguna til marks um að stjórnendur í höfuðstöðvum kirkjunnar hafi misst samband sitt við „fótgönguliðana“ í sóknum landsins.

Þar sé unnið gríðarlegt starf í sjálfboðavinnu sem myndi hryggjarstykkið í kirkjunni.

„Höfuðstöðvar kirkjunnar, Biskupsstofa, eru komnar í glerturn við Katrínartún 4 og Biskupsstofa kallar sig K4. Nútímalegt og smart. Þar situr nú fólk og fíflast með ásjónu þjóðkirkjunnar og býr til skrípamynd af frelsaranum í einhverjum kynlegheitum.“

Sjá einnig: Skiptar skoðanir á auglýsingu Þjóðkirkjunnar: „Guðlast á háu stigi“

Þá bendir Óskar á að á sama tíma fækki meðlimum í Þjóðkirkjunni.

„Hvers eigum við að gjalda? Fótgönguliðarnir í sóknunum? Enginn spyr okkur.“

„Er fólkinu í glerhúsinu ekki sjálfrátt? Væri ekki ráð að þau hefðu samband við hjálparsíma Rauða krossins?“

Innan þjóðkirkjunnar eru 264 sóknir, stórar og smáar um land allt. Þær eru hryggjarstykkið í kirkjunni, grasrótin þar...

Posted by Óskar Magnússon on Saturday, September 5, 2020