Spyr hvort atvinnulausar konur fái að skrifa upp á hlutabréfakaup í Icelandair með tíðablóði

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fagnar því að einstaklingum verði gert kleift að kaupa hlutabréf í hlutafjárútboði Icelandair fyrir 100 þúsund krónur.

Leiða má líkur að því að þau ummæli séu að einhverju leyti lituð af kaldhæðni en í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni veltur hún því upp hvort þetta gæti verið skef í átt að þjóðarsátt.

„Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn.“

Þá stigur hún upp á skapandi leiðum til þess að ganga frá slíku samkomulagi ef til þess kæmi.

„En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín.“

Formaðurinn leggur til að málið verði tekið upp á næsta fundi Þjóðhagsráðs.

„Loforða-plaggið gæti heitað Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga.“

Frábærar fréttir! Og hér er smá hugmynd (er í svona frumkvöðlaskapi, sköpunarkrafturinn alveg á fullu inní mér): Kannski...

Posted by Sólveig Anna Jónsdóttir on Friday, September 4, 2020