Sprenging í smitum – 78 ný Delta-smit

Alls greind­ust 78 ný Co­vid-19 smit inn­an­lands í gær, þar af voru nítján í sóttkví. Þetta kemur fram í ný­upp­færð­um töl­um á co­vid.is.

Af 78 sem greindust með COVID voru 52 fullbólusett og fimm búin að fá fyrri sprautu.

Í fyrr­a­dag greind­ust 56 inn­an­lands og höfð­u aldr­ei greinst jafn mörg smit á ein­um degi á þess­u ári. Má því segja að algjör sprenging hafi orðið í smitum í vikunni.

Nú eru 723 í sótt­kví, 1.111 í skim­un­ar­sótt­kví og 287 í ein­angr­un. Einn er á sjúkr­a­hús­i.

Upp­lýs­ing­a­fund­ur al­mann­a­varn­a um stöð­un­a í bar­átt­unn­i við far­ald­ur­inn hefst klukk­an 11.