Splunkunýr veitingastaður opnar í Urriðaholtinu

Matar- og menningarflóran blómstrar á Íslandi sem aldrei fyrr. Þó nokkrir veitingastaðir hafa opnað í úthverfum höfuðborgarinnar við mikinn fögnuð úthverfisíbúana enda kærkomið að geta farið út að borða í sínu hverfi. Í Urriðaholtinu hefur opnað nýr og glæsilegur bar og veitingastaður, 212 – Bar & Bistró sem hugsaður er fyrir alla fjölskylduna. Mæðgurnar Helga Ólafsson athafnakona og Katrín Ólafsson eiga og reka staðinn ásamt Jóni Bjarna og Fannari. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar mæðgurnar á nýja staðinn og fær söguna bak við tilurð hans og hverskonar matur verður á boðstólum.

M&H 212 Bar & Bistropg

Veitingastaðurinn stendur á fallegum stað í Urriðaholtinu þar sem Heiðmörkin blasir við. „Staðsetningin er svo heillandi, hverjum hefði grunað hér áður fyrir að hér ætti eftir að rísa byggð við Heiðmörkina,“segir Helga og er dolfallin yfir staðsetningunni.

„Þetta verður bæði bar og veitingastaður þar sem hægt verður að fá hollan og góðan mat í hádeginu til að borða á staðnum eða til að taka með. Eftir því sem líður á kvöldið breytist hann í hefðbundnari veitingastað með matseðli,“segir Katrín og bætir við að markmiðið sé að vera með mat úr öllum áttum þar sem lögð er áhersla á hollt og gott hráefni. Þannig verður gott úrval af vegan réttum í bland við hefðbundin mat en fyrst og fremst boðið upp á góðan mat í bland við skemmtilega stemmningu.

M&H 212 Bar & Bistro 2.jpg

„Það verður matargerðin í bland við skemmtilega stemningu á frábærum stað í Garðabæ,“segir Helga en staðsetning staðarins er einstök, upp við Heiðmörkina og útsýnið hið fegursta þegar kemur að kennileitum Urriðaholtsins.

heiti osturinn.jpg

212 B 1.jpeg

Gaman er að geta þess að leitað var til hverfisíbúanna hvernig veitingastað þeir myndu vilja hafa í Urriðaholtinu og fengu þeir því að setja fingrafar sitt á staðinn. „Við nýttum fésbókargrúbbu hverfisins og spurðum íbúanna um þeirra óskir. Við fengum fjölmörg svör sem nýtust okkur vel. Staðurinn er fyrir alla sem þangað vilja koma þá lítum við svo á að við séum mikið til að þjóna íbúum hverfisins, ”segja mæðgurnar Katrín og Helga.

Meira um lífið bak við tjöldin á 212 bar & bistro í þættinum Matur og Heimili í kvöld.

Þátturinn Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar er sýndur klukkan 19.00 og fyrsta endur­sýning er klukkan 21.00 í kvöld.