Spilaði í röngu brúðkaupi

Söngvarinn góðkunni, Hreimur Örn Heimisson mætti í rangt brúðkaup í gær.

Hreimur spilaði af líf og sál fyrir gesti í brúðkaupi í Sam­skipa­höll­inni í gær en átti að spila í brúðkaupi í Haukahöllinni í Hafnarfirði. Að sögn brúpkaupsgesta í Samskipahöllinni var brjáluð stemning þegar hann spilaði.

„Ég stormaði semsagt inn í vit­laust brúðkaup, tók tvö lög og fór,“ seg­ir Hreim­ur í sam­tali við mbl.is.

Hann hafði fengið þau fyr­ir­mæli að koma upp á svið eftir ræðu hjá veislu­stjóra og koma gest­um á óvart með „Lífið er ynd­is­legt.“

Þegar Hreimur æltaði að kveðja veislustjórann á leiðinni út náði hann ekki tali af honum. Þegar hann kemur út í bíl þá var ósvarað símtal á síma hans. Hann hringdi til baka og var það veislustjóri sem spyr hann hvar hann væri eiginlega.

Hreimur svaraði þá gáttaður að hann væri enn í Samskipahöllinni, kom þá í ljós að hann átti að koma fram í Haukahöllinni í Hafnarfirði.

Hreimur náði að bruna í Hafnarfjörðinn og taka lagið þar líka. Allt fór því vel og brúðhjónin í Samskipahöllinni eflaust hin ánægðustu með óvænta skemmtiatriðið.