Spennt fyrir sumar­bú­stað um helgina

16. október 2020
16:28
Fréttir & pistlar

Út­varps­konan og plötu­snúðurinn Ragga Hólm ætlar í sumar­bú­stað um helgina. Þessu greindi hún frá í út­varps­þættinum Deginum nú síð­degis á út­varps­stöðinni Kiss FM.

Ragga hefur farið með himin­skautum í tón­listar­lífinu á Ís­landi undan­farið. Hún er með­limur í Reykja­víkur­dætrum og hefur starfað sem plötusnúður í útvarpi.

Í Deginum á út­varps­stöðinni Kiss FM í dag sem hófst kl. 15:30 spurði með­þátta­stjórnandinn Viktor Þór Freys­son Röggu hvað hún ætli sér til bragðs að taka um helgina.

Það stóð ekki á svörum, hún ætlar í sumar­bú­stað með kærustunni sinni og tveimur vel völdum vinum. Ljóst er að til­mæli yfir­valda til höfuð­borgar­búa um að halda sig heima og ferðast ekki út fyrir svæðið virðast ekki vefjast mikið fyrir Röggu.