Sorg­mædd yfir saurnum í glugganum

Saur og þvagi úr bleyjum í rusla­gámum var makað á rúður og veggi leik­skólans Holta­koti á Akur­eyri í gær­kvöldi. Segist leik­skóla­stjórinn Snjó­laug Brjáns­dóttir vera sorg­mædd yfir málinu.

Hún segir að málið sé litið afar al­var­legum augum. Ríkis­út­varpið hefur eftir henni að skóla­stjórn­endur hafi á­kveðnar hug­myndir um það hver hafi verið að verki og það verði kannað.

„Ég ætla setja þetta á hverfis­síðuna og bara vekja máls á þessu því mér finnst þetta bara graf al­var­legt mál,“ segir Snjó­laug.

„Hér höfðu ein­hverjir komið opnað rusla­gám þar sem við setjum bleyjur í. Það var búið að opna hér poka því auð­vitað eru bleyjurnar í rusla­pokum. Búið að opna pokana, opna bleyjurnar og klína hér saur upp um alla veggi og dreifa svo úr þessum um allan skólann.“